Glódís Tara

Glódís er annar eigandi 220 Tattoo & Piercing ásamt Degi Gunnars.

Glódís hóf störf sem gatari árið 2011, hún starfaði á Bleksmiðjunni (2011-2022) og Íslenzku Húðflúrstofunni (2022-2025) áður en hún opnaði 220 ásamt Degi þann 6. febrúar 2025. 
hún hefur einnig gatað sem gestur erlendis og á húðflúrráðstefnum víðsvegar um evrópu.

Hægt er að bóka tíma í götun hjá Glódísi hér en við bjóðum einnig upp á walk-in

Skemmtilegar staðreyndir um Glódísi: 

hún er

  • lengst starfandi gatari landsins, hafandi unnið óslitið sem gatari frá árinu 2011. 
  • þriggja barna móðir 👶🏻
  • menntaður hársnyrtir ✂️
  • Pottablóma-sjúk🪴
  • Svo mikill Ozzy Osbourne aðdáandi að hún myndi líklega selja Dag fyrir tíkall ef hún fengi að hitta hann 😇