Umhirðuleiðbeiningar fyrir húðgöt

Umhirðuleiðbeiningar fyrir göt hafa breyst og þróast í gegnum tíðina. Margir muna eftir því að hafa átt að spritta og snúa eyrnalokkunum í fyrstu götunum sínum, en það er alls ekki mælt með því lengur! Í dag vitum við að spritt er allt of sterkt til að nota á göt sem eru að gróa og að snúningur á lokkum getur ert götin, seinkað gróanda og aukið líkur á sýkingum. 

Við notumst við leiðbeningar frá APP (The Association of Professional Piercers). 

Vinsamlegast hikið ekki við að hafa samband við okkur ef spurningar vakna um gróanda eða eftirmeðferð. 

 

Fjögur mikilvægustu atriðin!

  1. Þvo skal hendur vel áður en nýtt eða gróandi gat er snert.
  2. Notið saltvatnslausn til að hreinsa gatið 1-2x á dag.
    • Við seljum saltsprey frá Neilmed sem er mjög handhægt og þægilegt, en einnig er hægt að nota saltvatnsampúlur sem fást í apótekum. 
    • Spreyið saltvatni á gatið. Í sumum tilfellum getur verið betra að notast við grisju bleytta með saltvatnslausninni. 
    • Notið hreina grisju (eða hreina, einnota pappírsafurð) til að þerra létt yfir gatið. Einnig er hægt að nota hárþurrku á köldum blæstri.
  3. Forðist hnjask, þ.e.a.s. að flækja lokkinn í fatnaði, reka lokkinn í eða fikta í honum.
  4. Það er mikilvægt að koma og fá styttri lokk (e. downsize) þegar mesta bólgan er farin niður. Annars er hætta á að lokkurinn flækist í og sé á of mikilli hreyfingu og valdi þannig ertingu.


    Hvenær má fá styttri lokk?

    • gat í vör  | tunga: 2-3 vikur
    • eyrnasneplar | conch: 3-6 vikur
    • helix | tragus  | flat helix | forward helix: 5-8 vikur
    • geirvarta | bridge: 6-8 vikur


        Hvað er eðlilegt í gróanda?

        • Í fyrstu: Smávegis blóð, bólga, eymsli, mar.
        • Í gegnum gróanda: Roði, kláði, glær eða gulleitur vökvi (ekki gröftur) sem þornar í kringum lokkinn. 
        • Þegar gat er gróið: Lykt getur komið af götum séu þau ekki þrifin. 




          Hvað skal forðast meðan á gróanda stendur? 

          • ...að hreinsa gat með spritti, vetnisperoxíði, bakteríudrepandi sápum, joði eða Bactine (og öðrum vörum sem innihalda benzalkonium chloride). Forðist einnig að setja krem og olíur á gatið. 
          • ...að sofa á gati í brjóski. Það getur ert gatið of valdið því að gatið grói skakkt. Hægt er að sofa á ferðakodda þannig að eyrað sé í gatinu í miðjunni. 
          • ...að hreinsa gatið of oft - það getur ert gatið og seinkað gróanda.
          • ...að fikta í lokknum, of mikla hreyfingu á svæðinu og nudd frá fötum. Þetta getur valdið öramyndun, lengri gróanda eða að gatið byrji að gróa skakkt eða vaxa úr húðinni.
          • ...að gatið komist í snertingu við líkamsvessa annara meðan á gróanda stendur. 
          • ...sundlaugar, heita potta, stöðuvötn o.s.frv. fyrstu vikurnar og helst út allan gróandann. Það er hægt að setja vatnshelda plásta á geirvörtur, nafla, dermal og surface göt, en við mælum ekki með því fyrr en eftir nokkrar vikur ef vera skyldi að plásturinn myndi losna af. 
          • ...að setja farða, andlits- eða líkamskrem, ilmvatn og allt í þeim dúr á gatið. 
          • ...að hengja keðjur eða glingur á gatið þar til það er gróið. 



            Hvað er gatið lengi að gróa? 

            • 4-8+ vikur: snípshetta | frenum
            • 6-8+ vikur: tunga  | dermal
            • 2-3+ mánuðir: eyrnasnepill | augabrún | bridge | labret | philtrum | septum
            • 3-4+ mánuðir: nasavængur
            • 6-9+ mánuðir: göt í eyrnabrjóski  | geirvarta | nafli

            Athugið að gróandi er persónubundinn og listinn aðeins til hliðsjónar. 

             


            Aðrir punktar

            • Almennt hefur lífsstíll mikil áhrif á getu líkamans til að græða sig, þar á meðal líkamsgöt.
            • Það er allt í lagi að stunda líkamsrækt og svitna þó maður sé með nýtt gat. Gætum þó hreinlætis.
            • Gott er að athuga reglulega með hreinum höndum hvort toppurinn/kúlan á lokknum sé föst, hvort sem um ræðir pinnafesta eða þrædda lokka. 
            • Ef fjarlægja þarf lokk tímabundið er hægt að kauða glerlokka (e. retainer) hjá okkur, og/eða fá okkur til að aðstoða við að setja títaníulokkana aftur í gatið. 
            • Þolinmæði er lykilatriði í gróanda! Göt geta virst gróin að utan þó þau séu ekki alveg gróin innan frá. 
            • Bómull er ekki hættuleg, en hún getur flækst í götum og skilið eftir sig bómullartrefjar, sem við viljum ekki. 
            • Jafnvel gróin göt geta minnkað eða lokast. Það er persónubundið, en við mælum þó alltaf með að hafa skart í gatinu sínu vilji maður ekki að það lokist. 
            • Erting og sýking eru ekki sami hluturinn. Erting lagast yfirleitt með því að hugsa vel um gatið. Ef grunur leikur á sýkingu skal alltaf leita til læknis.