Við fáum reglulega fyrirspurnir um hvort við gerum “snake eyes”.
Snake eyes er gat sem fer þversum í gegnum tungubroddinn (e. horizontal). Þau virðast mjög sakleysisleg, tvær litlar kúlur framan á tungunni - krúttlegt, ekki satt? Margir gatarar með langan starfsferil að baki hafa boðið upp á þessi göt á einhverjum tímapunkti, en reynslan og þekkingin sem skapast hefur í götunarheiminum í gegnum tíðina þýðir að enginn gatari ætti að bjóða upp á snake eyes í dag.
Ástæðurnar:

Snake eyes. Mynd frá: beadnova.com
-
Tungan samanstendur af tveimur vöðvum. Gatið fer í gegnum vöðvana tvo og tengir þá saman, og heftir þar með náttúrulegar hreyfingar tungunnar. Þetta getur valdið erfiðleikum við að tala, tyggja og kyngja.
-
Tungubroddurinn liggur upp við tennurnar, og þar sem gatið fer í gegnum tungubroddinn eru kúlurnar alltaf að nuddast upp við tennurnar og/eða góminn. Þetta getur valdið óafturkræfum tann, góma- og glerjungsskemmdum, auk þess að lokkurinn getur flækst í tönnunum og rifnað.
-
Það eru miklar líkur á að líkaminn hafni þessu gati og samhliða því líkur á öramyndun og jafnvel taugaskemmdum.

Gómaskemmd eftir snake eyes.
Mynd: amatopiercing.com
Höfundur: Diljá