Diljá
Diljá hefur starfað sem gatari síðan 2021.
Hún lærði að gata árið 2020 hjá Beggu á Íslenzku Húðflúrstofuni og starfaði þar allt til 2025 þegar 220 Tattoo & Piercing opnaði. Diljá er heiðarleg og vandvirk og gerir sitt besta til að skapa viðskiptavinum sínum þægilegt og öruggt umhverfi.
Hægt er að bóka tíma í götun hjá Diljá hér en við bjóðum einnig upp á walk-in fyrir flest göt.
Skemmtilegar staðreyndir:
- Hún er með septum stækkað upp í rúmlega 4 millimetra og fimm hringi í því 💍💍💍💍💍
- Hún er með "Just a Piercer" tattú 👀
- Sótti um og hlaut styrk (scholarship) fyrir APP gatararáðstefnuna árið 2022, fór ein til Las Vegas og lærði helling!
- Finnst fátt skemmtilegra en að fara á metal tónleika 🎸
- Er með B.A. í félagsfræði frá HÍ
- Á kisu sem heitir Klemens 🐱
- Er með mótorhjólapróf 🏍
- Finnst gaman að hlaupa og hjólaskauta 🛼